Laugardagur 1. október 2016
 • Erasmus_school to school2015
 • Erasmus_school to school2015_2
 • Erasmus_school to school2015_3
 • IMG_1942
 • IMG_2125a
 • IMG_8026
 • IMG_8277
 • IMG_8375a
 • IMG_8421
 • IMG_8461
 • SQ2A3614
 • frjalsar_0915

myndir1-1

postur1-1

Mentor

outlook1-1

Rimaskóli vann körfuboltamótið í drengja-og stúlknaflokki

Körfuknattleiksdeild Fjölnis hélt sitt árlega grunnskólamót á milli 6. bekkja í grunnskólum Grafravogs. Rimaskóli mætti með fjölmennan hóp í Íþróttahúsið Dalhúsum þar sem mótið fór fram, þrjú drengjalið og tvö stúlknalið. Eftir keppni í undanriðlum mótsins var ljóst að Rimaskólakrakkarnir voru að standa sig afbragðsvel. Í úrslitaleikjunum tveimur átti Rimaksóli þrjú lið. A og B lið drengja í 6. bekk Rimaskóla léku til úrslita og hafði A liðið betur. Stelpurnar í Rimaskóla fengu verðuga andstæðinga í úrslitaleik stúlkna, sem var lið Hamraskóla. Eftir að hafa verið undir í hálfleik sneru Rimaskólastúlkur taflinu við og skorðuðu hverja körfuna eftir annarri og unnu öruggan sigur. Líkt og í fyrra vann Rimaskóli báða bikarana sem keppt var um í Körfuknattleikskeppni grunnskóla 2016 og þarna eru á ferðinni afar efnilegir körfuknattleikskrakkar. Þeir Milos og Haddi íþróttakennarar Rimaskóla voru liðstjórar Rimaskóla og höfðu þessa fínu stjórn á krökkunum. (HÁ)

Prenta | Netfang

Ólympíufararnir Aníta Hinriksdóttir og Guðni Valur afhentu bikarana

Eins og öllum í Rimaskóla er kunnugt um þá stóðu nemendur í 6. - 9. bekk sig frábærlega vel á Grunnskólamótinu í frjálsum 2016, unnu mótið í öllum árgöngum og tryggðu Rimaskóla fjóra glæsilega verðlaunagripi fyrir frammistöðuna. Af þessu tilefni var efnt til mikillar verðlaunahátíðar á sal Rimaskóla þar sem bikararnir fjórir voru afhentir. Það voru frjálsíþróttastjörnurnr og ólympíufararnir Aníta Hinriksdóttir og Guðni Valur Guðnason sem gerðu sér ferð í skólann og afhentu afrekskrökkunum í Rimaskóla verðlaunagripina. Gestirnir gáfu sér góðan tíma til að heilsa upp á frjálsíþróttameistarana og vera með þeim í myndatökum. Frammistaða Rimaskóla á Grunnskólamótinu í frjálsum hefur vakið mikla athygli innan frjálsíþróttahreyfingarinnar vegna frábærrar mætingar, frammistöðu og samheldni hópsins. (HÁ)

Prenta | Netfang

Veðrið lék við 6. bekk í skólabúðunum á Úlfljótsvatni

Eftir nokkurra ára hlé ákvað Rimaskóli að bjóða nemendum 6. bekkjar að sækja skólabúðir Útilífsmiðstöðvar skáta að Úlfljótsvatni. Ánægjulegt var að allir nemendur árgangsins fóru í ferðina sem stóð yfir í tvo daga og eina nótt. Aðstaðan til útivistar og hreyfingar á Úlfljótsvatni er sannarlega frábær og ekki skemmdi það fyrir að veðrið var yndislegt, sól og blíða allan fyrri daginn og fram á næsta dag. Verkefnin sem lögð voru fyrir krakkana fólust í því að vinna saman að lausnum og sjá árangur erfiðisins í hópeflisleikjum og liðakeppni. Helgi skólastjóri og umsjónarkennararnir Íris og Eygló fóru með nemendum 6. bekkjar í skólabúðirnar. Krakkarnir voru allir til mikillar fyrirmyndar í skipulagðri dagskrá og frjálsum tíma. (HÁ)

Prenta | Netfang