Mánudagur 20. febrúar 2017
 • Erasmus_school to school2015
 • Erasmus_school to school2015_2
 • Erasmus_school to school2015_3
 • IMG_1942
 • IMG_2125a
 • IMG_8026
 • IMG_8277
 • IMG_8375a
 • IMG_8421
 • IMG_8461
 • SQ2A3614
 • frjalsar_0915

myndir1-1

postur1-1

Mentor

outlook1-1

Opin hús framhaldsskólanna

Framhaldsskólarnir bjóða nemendum í 10. bekk og forráðamönnum þeirra á opin hús á næstunni.

Hér má sjá kynningu á námi að loknum grunnskóla
Hér má sjá auglýsingu um stað og stund hjá hverjum og einum framhaldsskóla.

Fyrsta opna húsið verður:
Þriðjudaginn 21. febrúar er opið hús í Fjölbrautaskóla Garðabæjar kl. 16-18

Prenta | Senda grein

Allt á milli himins og jarðar á föstudagsfjöri 7-IK

Nemendum Ingibjargar í 7. bekk er margt til lista lagt. Það sýndu krakkarnir á föstudagsfjörinu sínu þegar þau tróðu upp með atriðin sín. Í bekknum eru hæfileikaríkir tónlistarmenn sem spiluðu á flygil, flautu og trompett. Tvö videó voru á dagskrá sem vöktu almennan hlátur fyrir stjörnuleik. Annars vegar voru það drengirnir sem skruppu í verslunarleiðangur í Hagkaup og héldu sig aðeins við þær vörur sem byrjuðu á bókstafnum N. Merkilegt hvað þeim gekk samt vel að versla, bæði nauðsynja-og afreygingarvörur. Stelpuvideóið var fullt af skemmtilegum auglýsingum með kunnuglegum fyrirmyndum í bakgrunni. Strákarnir sýndu líka talsverðan metnað með því að klæða sig upp í kvenmannsföt og flytja dans-og söngvaleikinn „Let it go“ með miklum tilþrifum. Áhorfendur skemmtu sér vel allan tímann, nemendur á miðstigi og glás af foreldrum og ættingjum. Boðið var upp á ljúffengar veitingar fyrir gestina í lok dagskrár og þá var nú ekkert verið að spara hrósyrðin . (HÁ)

Prenta | Senda grein

Söngur, dans og framtíðardraumar drengjanna

Það var líf og fjör á sviðinu hjá nemendum í 2. bekk allt frá byrjun og allt til enda föstudagsfjörsins. Krakkarnir byrjuðu á að dansa Klappdansinn tvö og tvö saman, afskaplega vel æft hjá þeim. Krakkarnir sungu síðan saman tvö lög við undirleik Rakelar Maríu, Hvínandi vindur og Döggin á rósum, bæði lögin afar falleg eins og nöfnin segja til um. Stelpurnar komu sterkar inn í dagskrána með skemmtilegum dýragátum, miserfiðum en vel orðuðum. Strákarnir hins vegar opinberuðu framtíðardrauma sína um hvað þeir ætluðu að verða þegar þeir yrðu stórir. Miðað við þeirra frásögn munu þeir flestir banka upp á hjá WOW eða Icelandair í framtíðinni. Lokaatriði bekkjarins var mikill stuðdans undir stjórn Huldu danskennara. Allir áhorfendur klöppuðu taktfast með, nemendur í 1. – 4. bekkjar, fjöldi foreldra og systkina auk elstu nemenda á Laufskálum sem voru nokkurs konar heiðursgestir á þessu skemmtilega föstudagsfjöri. (HÁ)

Prenta | Senda grein