Fimmtudagur 27. apríl 2017

myndir1-1

postur1-1

Mentor

outlook1-1

Keppnisskapið vantaði ekki

Rimaskóli sendi mjög gott lið í undankeppni Skólahreysti sem er keppni fyrir alla 9. og 10. bekki á landinu. Keppnisgreinar eru upphífingar, armbeygjur, dýfur, hreystigreip og hraðabraut. Allir skólar úr Breiðholti, Árbæ, Grafarvogi og Grafarholt voru í sama riðli og gríðarleg keppni var í riðlinum sem endaði þannig að Rimaskóli fékk 2. sætið við mikinn fögnuð öflugra stuðningsmanna, en stuðningslið Rimaskóla var valið besta stuðningsliðið. Því miður dugði 2. sætið í keppninni ekki til að Rimaskóli kæmist í lokakeppnina. Í liði Rimaskóla voru: Aron Dagur Beck, Anna Grevtsova, Ganbríella Rán Hlynsdóttir, Jón Ingi Anton Patriksson, Kristjana Marta Marteinsdóttir og Bjartur Gabríel Guðmundsson, öll frábærir íþróttamenn og hreystin uppmáluð. (JÓ)

Prenta | Netfang

Góð ferð á Úlfljótsvatn

Það var mjög gaman hjá 9.bekkkum í skólabúðunum á Úlfljótsvatni. Veðrið var frekar kalt, og blautt en þegar krakkarnir voru komnir út til að taka þátt í dagskrárliðum skemmtu þeir sér vel. Dagskráin fékk að mestu leyti út á útivist. Farið var í fjallgöngu og krakkarnir fóru í hópeflisleiki úti við, leystu ýmsar skemmtilegar þrautir, klifruðu upp klifurvegg, fóru í bogfimi, lærðu að kveikja eld án eldfæra og elda mat á hlóðum, lærðu skyndihjálp, gengu niður að Ljósafossi, fengu að skoða Ljósárvirkjun, fóru á safnið Orka til framtíðar og kepptu í íþróttaleikum svo eitthvað sé nefnt. Hópurinn fékk hrós fyrir dugnað og elju og góðan frágang. Það var ánægður og stoltur kennari sem kom heim úr þessari ferð.(JÓ)

Prenta | Netfang

Hæfileikaríkur nemandi

Í Rimaskóla eru margir hæfileikanemendur t.d. dansarinn Daníel Sverrir Guðbjörnsson í 10. ÍG:  Daníel  og dansdama hans Sóley Ósk Hilmarsdóttir tóku þátt í Evrópumeistamótinu sem fór fram í Bretlandi um síðustu helgi. Þau kepptu í ballroom dönsum í flokki undir 19 ára og komust í undanúrslit og enduðu þar í 9 sæti sem er flottur árangur.

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...