Sunnudagur 24. september 2017

myndir1-1

postur1-1

Mentor

outlook1-1

Skólakynning fyrir foreldra nemenda í 1. – 10. bekk Rimaskóla

Dagana 25. og 26. september í næstu viku er ykkur boðið á skólakynningu í Rimaskóla. Þar munu skólastjórnendur og fulltrúar frístundastarfs taka á móti ykkur í hátíðarsal skólans og fara í stuttu máli yfir skólastarfið í vetur. Stjórn Foreldrafélagsins kynnir málefni félagsins og sér um kjör bekkjarfulltrúa.  Foreldrum verður síðan boðið í stofur umsjónarkennara þar sem námskynning tekur við og rætt verður um sameiginleg hagsmunamál heimilis og skóla. Kynningin hefst á sal skólans kl. 8:10 í hátíðarsal og lýkur kl. 9:30 í bekkjarstofu umsjónarkennara.

Mánudaginn 25. sept. verður fundur með foreldrum. í 1.- 4. bekk
Nemendur í 1. – 4. bekk mæta í skólann kl. 9:45. Gæsla verður í boði frá kl. 8:10 fyrir þá nemendur í 1. – 4. bekk sem þess óska
Þriðjudaginn 26. sept. verður fundur með foreldrum í 5. – 10. bekk.
Nemendur í 5. – 10. bekk mæta í skólann kl. 9:45

Með kveðju.
Skólastjóri

Prenta | Netfang

Frábær frammistaða Rimaskóla á Grunnskólamóti Reykjavíkur í frjálsum

Nemendur í 6. - 9. bekk Rimaskóla sýndu einstaka samstöðu og frábæran árangur þegar þeir tóku sig til, velstuddir af umsjónarkennurum og skólastjóra, og komu, sáu og sigruðu á Grunnskólamóti Reykjavíkur í frjálsum. Þátttaka Rimaskóla vakti mikla og verðskuldaða athygli fyrir ótrúlegan fjölda þátttakenda og hæfileikaríka keppendur. Rimaskóli vann líkt og í fyrra afar sannfærandi sigur í öllum fjórum árgöngunum og hlaut samtals 3629 stig. Sæmundarskóli í Grafarholti varð í 2. sæti með 288 stig. Fyrir sigurinn vann Rimaskóli alla fjóra farandbikarana og varðveita þá næsta ár. Alls tóku 16 grunnskólar í Reykjavík þátt í frjálsíþróttakeppninni sem fram fór í sjálfri Laugardalshöllinni við bestu aðstæður. Það eru ótrúlega margir og flottir frjálsíþróttakrakkar í Rimaskóla og skólinn er stoltur af öllum þessum fjölda unglinga sem vakti mikla athugli á mótinu fyrir góða samheldni, skipulag og frábæran árangur. (HÁ)
Sjá frétt á vef Reykjavíkurborgar
Sjá frétt á Grafarvogsbuar.is
Sjá úrslit móts

 

Prenta | Netfang

„Lestrarhestar“ á yngsta stigi verðlaunaðir

Kennarar Rimaskóla kvöddu nemendur sína í vor með því að skipuleggja lestrarátak meðal þeirra í sumarfríinu. Í skólabyrjun í ágúst kom í ljós að fjölmargir nemendur í 2. – 4. bekk höfðu lesið margar bækur og voru afar stoltir yfir árangri sínum. Í morgun mættu allir nemendur þessara árganga inn á sal skólans þar sem skólastjóri afhenti sex nemendum áhugaverð bókaverðlaun fyrir góða frammistöðu í lestrinum. Dregið var úr nöfnum þeirra nemenda í 2. – 4. bekk sem sýndu góða frammistöðu og lásu ótal bækur í vetur. Þeir heppnu voru þau Nikola og Víkingur Davíð í 2. bekk, Björn Ingi og Sindri Snær í 3. bekk og loks Sandra Írena og Stefán Örn í 5. bekk. Helgi skólastjóri afhenti þeim glæsileg bókaverðlaun, brýndi fyrir börnunum mikilvægi þess að lesa öllum stundum og njóta þess að lesa skemmtilegar bækur. (HÁ)

Prenta | Netfang