Nemendur 1. bekkjar stóðu sig aldeilis vel þegar þeir skemmtu á föstudagsfjöri skólans. Allir krakkarnir voru með jólasveinahúfur og flest þeirra líka í lopapeysu að hætti gömlu jólasveinanna. Auk þess að dansa og syngja af miklum krafti þá fóru krakkarnir með jólasveinavísur Jóhannesar út Kötlum og léku hvern jólasvein fyrir sig. Þessir skrýtnu sveinkar gerðu lukku eins og alltaf þegar þeir mæta í mannabyggðir. Þrír sex ára nemendur sýndu leikni sína í hljóðfæraleik og tóku að sjálfsögðu falleg jólalög. Langt, fjölbreytt og afar skemmtilegt föstudagsfjör hjá 1. bekk. (HÁ)