Sunnudagur 24. september 2017

myndir1-1

postur1-1

Mentor

outlook1-1

Fréttir frá 10. bekk

Hafsteinn hlaut nemendaverðlaun SFS 2017

Nemendaverðlaun Skóla-og frístundasviðs Reykjavíkur 2017 voru afhent við hátíðlega athöfn í Laugalækjarskóla 29. maí. Markmið nemendaverðlaunanna er að hvetja nemendur til að leggja sig enn betur fram í námi, félagsstarfi eða í skapandi starfi. Hver grunnskóli tilnefnir einn nemanda til þessara verðlauna og að þessu sinni var það Hafsteinn Zimsen í 10-IG sem tók við verðlaununum úr hendi Skúla Helgasonar formanns SFS. Hafsteinn er vel að verðlaununum kominn því hann er samviskusamur, vandvirkur og kurteis í alla staði. „ Öll þau verkefni sem hann leysir af hendi innan og utan skóla eru vel af hendi leyst. Hann er mikill fyrirmyndarnemandi og vel liðinn af bekkjarfélögum, hlustar á röksemdir og hefur auk þess alltaf eitthvað gott til málanna að leggja“ segir m.a. í umsögn skólastjóra og umsjónarkennara 10. bekkjar. Rimaskóli óskar Hafsteini til hamingju með glæsileg verðlaun. (HÁ)

Prenta | Netfang

Hæfileikaríkur nemandi

Í Rimaskóla eru margir hæfileikanemendur t.d. dansarinn Daníel Sverrir Guðbjörnsson í 10. ÍG:  Daníel  og dansdama hans Sóley Ósk Hilmarsdóttir tóku þátt í Evrópumeistamótinu sem fór fram í Bretlandi um síðustu helgi. Þau kepptu í ballroom dönsum í flokki undir 19 ára og komust í undanúrslit og enduðu þar í 9 sæti sem er flottur árangur.

Prenta | Netfang

Nemendur í 10. bekk eyddu einum skóladegi í Borgarholtsskóla

Rimaskólaskóli og Borgarholtsskóli vinna saman að verkefni sem kallast Framhaldskólahermir. Markmið þessa verkefnis er að tengja betur saman grunnskólann og framhaldsskólann, undirbúa nemendur fyrir þær breytingar sem verða við að byrja á nýju skólastigi. Nemendur sóttu hinar ýmsu námsgreinar, fengu kynningu frá nemendafélagi skólans og enduðu daginn síðan á að sækja lífsleiknitíma. Nemendur voru mjög ánægðir með að fá þetta tækifæri til að upplifa lífið í framhaldskólanum. Starfsmenn Borgarholtsskóla hrósuðu nemendum Rimaskóla fyrir góða framkomu og jákvæðni. Flottir krakkar þar á ferð. (JÞB)

Prenta | Netfang

Opin hús framhaldsskólanna

Framhaldsskólarnir bjóða nemendum í 10. bekk og forráðamönnum þeirra á opin hús á næstunni.

Hér má sjá kynningu á námi að loknum grunnskóla
Hér má sjá auglýsingu um stað og stund hjá hverjum og einum framhaldsskóla.

Fyrsta opna húsið verður:
Þriðjudaginn 21. febrúar er opið hús í Fjölbrautaskóla Garðabæjar kl. 16-18

Prenta | Netfang