Sunnudagur 24. september 2017

myndir1-1

postur1-1

Mentor

outlook1-1

Fréttir frá 3. bekk

Vísindamenn og hljóðfæraleikarar sýndu tilþrif á föstudagsfjöri

Þau eru ekki gömul nemendur 3. bekkjar Rimaskóla sem sýndu ótrúlega og fjölbreytta hæfileika á föstudagsfjöri. Vísindamenn og sprengjukonur fóru yfir nokkrar eðlisfræðitilraunir uppi á sviði og mátti vart heyra saumnál detta á meðan á gjörningunum stóð, svo mikla athygli og áhorf fengu vísindamennirnir ungu. Um helmingur bekkjarins er að læra á hljóðfæri og þau leyfðu okkur áhorfendum að heyra fallega og vel æfða tónlist. Síðast en ekki síst ber að nefna velæfðan dans undir stjórn Huldu danskennara og himneskan söng alls hópsins á laginu „Undir dalanna sól“ við undirleik Rakelar Maríu tónmenntakennara. Frábær skemmtun nemendur í 3. bekk. Þakklátir áhorfendur héldu athyglinni allan tímann og klöppuðu vel og lengi fyrir hverju atriði. (HÁ)

Prenta | Netfang

Stuð á strákafjöri

Drengirnir í 2. bekk sáu um fjölbreytt og skemmtilegt föstudagsfjör með dansi, söng, hljóðfæraleik og leikriti. Þessir ungu drengir komu mjög vel undirbúnir og atriðin þeirra runnu í gegn hvert af öðru. Strákarnir sýndu að þeir hafa margt lært hjá Huldu danskennara og dönsuðu þeir með miklum tilþrifum lögin YMCA og Skólarapp. Ævintýraleikritið úr skóginum sem nefnist „Hver er flottastur“ var skemmtilegt og vel leikið. Nokkrir góðir brandarar fuku og á milli atriða spiluðu þrír drengir á hljóðfæri. Dagskránni lauk með því að strákarnir í 2. bekk sungu „Karl sat undir kletti“ við undirleik Rakelar Maríu. Kennarar bekkjarins eru þær Ásdís Ýr, Heiðrún Björk og Sigurbjörg. (HÁ)

Prenta | Netfang

Stelpufjör í 2. bekk

Það var stelpnahópurinn í 2. bekk sem sá um föstudagsfjörið í dag og létu gamminn geysa með dansi, leiklestri og hljóðfæraleik. Þetta eru greinilega hæfileikaríkar stúlkur sem fylgjast vel með ekki síst nýjustu dönsunum. Hulda danskennari kom að æfingu dansatriðanna og frammistaða stúlknanna í 2. bekk var góð eftir því. Nokkrar stúlkur léku á hljóðfæri og þrátt fyrir ungan aldur þá voru atriðin virkilega flott. Leikið var á píanó, þverflautu og blokkflautur. Hátíðarsalurinn var að vanda troðfullur af áhorfendum; nemendum 1. – 4. bekkjar, elstu nemendum Fífuborgar og glás af foreldrum og ættingjum. (HÁ)

Prenta | Netfang

Karen Sæberg í 2. bekk valin Skyndihjálparmaður ársins

Við í Rimaskóla erum stolt og ánægð með frábæra frammistöðu Karenar Sæberg Guðmundsdóttur nemanda í 2. bekk sem valin var Skyndihjálparmaður ársins 2015 fyrir að bjarga lífi móður sinnar með góðri aðstoð Júlla vinar síns ágúst sl. Karen Sæberg tók við verðugri viðurkenningu frá Rauða krossi Íslands á 112 deginum. Þessi brosmildi nemandi Rimaskóla fékk mikla og góða athygli í fjölmiðlum við afhendinguna og vakti aðdáun hversu skýrt og skynsamlega hún svaraði öllum spurningum. Karen Sæberg hafði kynnt sér DVD diskinn um hann „Hjálpfús“ og var með kunnáttuna og kjarkinn til staðar þegar Margrét móðir hennar veiktist skyndilega. Skólastjóri og umsjónarkennarar Karenar Sæberg tóku á móti henni í skólanum daginn eftir viðurkenninguna og afhentu henni smá glaðning að viðstöddum bekkjarfélögum. Rimaskóli óskar Karenu Sæberg og fjölskyldu hennar til hamingju með viðurkenninguna. (HÁ)

Prenta | Netfang

  • 1
  • 2