Sunnudagur 24. september 2017

myndir1-1

postur1-1

Mentor

outlook1-1

Fréttir frá 5. bekk

Krakkarnir í 5. bekk rannsaka „Jörð 2“ í skólabúðum að Úlfljótsvatni

Nemendum í 5. bekk í fimm grunnskólum Reykjavíkur var boðið að taka þátt í skólabúðum að Úlfljótsvatni undir heitinu Jörð 2. Rimaskóli var einn þessara fimm skóla og fjölmenntu krakkarnir í 5-EDG, 5-HB og 5-IMF ásamt umsjónarkennurum í skólabúðirnar dagana 20. – 22. sept. Skólabúðirnar eru tilraunarverkefni á vegum Skóla-og frístundasviðs í samstarfi við Útilífsmiðstöð skáta. Ferðin á Úlfljótsvatn er nokkurs konar rannsóknarferð nemenda til nýrrar plánetu. Verkefnin sem nemendur leysa snúa að sjálfbærni, lýðræði, mannréttinidum og heilbrigði. Mikil áhersla er lögð á að blanda saman samræðu, fróðleik, leik og upplifun. Krakkarnir eru mikið úti við að sinna viðfangsefnunum og þrátt fyrir nokkra rigningu og talsvert rok þá virtust þau ekki láta það á sig fá og undu glöð við sitt í nýju umhverfi og við skemmtileg viðfangsefni. (HÁ)

Prenta | Netfang

Nemendur í 5-HSv heimsóttu Vísindasmiðju HÍ

Í Vísindasmiðju Háskóla Íslands fá grunnskólanemendur að kynnast margskonar vísindum á lifandi og gagnvirkan hátt. Meðal annars með skemmtilegum verklegum tilraunum í eðlisfræði. Það er ókeypis fyrir grunnskólanemendur að heimsækja Vísindasmiðjuna og það hafa margir bekkir í Rimaskóla nýtt sér á undanförnum árum. Nemendur 5-HSv skruppu nýlega í heimsókn í Vísindasmiðjuna og höfðu mikla ánægju af. Varla þarf að taka það fram að krakkarnir stóðu sig mjög vel og sýndu kurteisi og góða umgengni. (RV)

Prenta | Netfang

Nemendur 5-HSv buðu áhorfendum í „kennslustund“ á föstudagsfjöri

Föstudagsfjörið hjá 5-HSv var virkilega flott og bráðskemmtilegt. Þessir hæfileikaríku krakkar léku bekkjarleikrit og leiddu okkur áhorfendur inn í kennslustund. Sett var á svið úttekt á skólalífinu í vetur með nýjum umsjónarkennara. Bekkurinn hefur fengið nýjan kennara nánast upp á hvert skólaár en alltaf verið heppin. Helga tók við bekknum í vetur og leikritið í skólastofunni var afar sannfærandi, ýmislegt skemmtilegt sem komið hefur upp á í bekknum sem auðvelt var að slá upp í góðlátlegt grín. Leikendur komu því afar skýrt frá sér að veturinn í 5. bekk hafi reynst þeim jákvæður og ánægjulegur. En góður bekkjarandi kemur ekki af sjálfu sér og í 5-HSv hefur verið unnið markvisst með að auka á vináttuna og bæta samskipti í bekknum. Eins og svo oft á föstudagsfjöri voru á dagskránni glæsileg tónlistaratriði með söng, spili og dansi. Þessi bekkur á sannarlega framtíðina fyrir sér. (HÁ)

Prenta | Netfang

Hugmyndaríkir krakkar í 5-EGG. - Skemmtilegt föstudagsfjör

Fjölmörg skemmtileg atriði voru á dagskrá á föstudagsfjöri 5-EGG. Flest atriðin voru stutt og sýningin gekk vel. Krakkarnir sýndu myndband sem tekið var í skólanum í anda Orðbragðs, sjónvarpsþáttarins vinsæla. Einnig var boðið upp á erfiða orðaspurningakeppni sem reyndist þátttakendum afar snúin. Á listasviðinu var boðið upp á listdans og lúðraspil sem hæfileikaríkar stelpur í bekknum fluttu. Bekkurinn sýndi hópdans og söng eitt lag saman við undirleik Rakelar Maríu tónmenntakennara. Spaugilegir leikþættir komu á milli atriða og áhorfendur sem fylltu hátíðarsalinn skemmtu sér hið besta. Flottir og skapandi krakkar í þessum bekk sem nýttu sér tækni og þekkingu við öll atriðin og mega vera stoltir af árangrinum. (HÁ)

Prenta | Netfang