Sunnudagur 24. september 2017

myndir1-1

postur1-1

Mentor

outlook1-1

Fréttir frá 6. bekk

Leikhús ævintýranna í grenndarskógi Rimaskóla

Nemendur 6. bekkjar Rimaskóla sýndu snilldartakta í leiklist þegar þeir settu upp leiksýningu á ævintýrum H.C. Andersen í grenndarskógi skólans. Skógurinn okkar er í landi Brekku innst í Grafarvogi. Leikritið nefnist Klaufar og kóngsdætur, þrjú bestu ævintýri danska ævintýraskáldsins; Eldfærin, Svínahirðirinn og Hans klaufi. Leikhúsið í skóginum er mikill ævintýraheimur þar sem rjóðrin reynast hentug og rúmgóð leiksvið. Skrautlegir búningar og myndræn sviðsmynd setur sterkan svip á verkið og nemendur skólans kunnu vel að meta þegar þeim er boðið í skóginn. Sýningarnar tvær tókust mjög vel þrátt fyrir að vindurinn léki hátt á greinar trjánna að þessu sinni. Þetta er áttunda árið í röð sem að nemendur 6. bekkjar setja upp leiksýningu í skóginum að vori og er þetta því orðin ómissandi hefð í lok skólaárs. Leikstjóri að þessu sinni var Agnar Jón Egilsson leikhússtjóri Leynileikhússins með dyggri aðstoð Jónínu Margrétar búningahönnuðar, Halla smíðakennara og leiksviðsmeistara og umsjónarkennaranna Eyglóar og Írisar. Mikill leiksigur allra þeirra sem komu að sýningunni. (HÁ)

Prenta | Netfang