Sunnudagur 24. september 2017

myndir1-1

postur1-1

Mentor

outlook1-1

Fréttir frá 9. bekk

Fjölskylduhjálp Íslands - Lokaverkefni 9-RI í áfanganum Leið þín um lífið

Lokaverkefni nemenda 9-RI í áfanganum Leið þín um lífið fólst í því að leggja Fjölskylduhjálp Íslands lið. Verkefni barnanna var að aðstoða við matarúthlutun til skjólstæðinga Fjölskylduhjálparinnar. Krakkarnir unnu af kappi og voru jákvæð og áhugasöm um vinnu sína og uppskáru mikið hrós og þakklæti fyrir frá skjólstæðingum Fjölskylduhjálparinnar. Ásgerður Flosadóttir formaður Fjölskylduhjálparinnar og hennar fólk voru mjög ánægð með framlag unglinganna. Það var gaman að fara með þennan flotta hóp frá Rimaskóla í slíkt verkefni þar sem allir unglingarnir lögðu sig fram um að láta gott af sér leiða. (AKJ)

Prenta | Netfang

Góð ferð á Úlfljótsvatn

Það var mjög gaman hjá 9.bekkkum í skólabúðunum á Úlfljótsvatni. Veðrið var frekar kalt, og blautt en þegar krakkarnir voru komnir út til að taka þátt í dagskrárliðum skemmtu þeir sér vel. Dagskráin fékk að mestu leyti út á útivist. Farið var í fjallgöngu og krakkarnir fóru í hópeflisleiki úti við, leystu ýmsar skemmtilegar þrautir, klifruðu upp klifurvegg, fóru í bogfimi, lærðu að kveikja eld án eldfæra og elda mat á hlóðum, lærðu skyndihjálp, gengu niður að Ljósafossi, fengu að skoða Ljósárvirkjun, fóru á safnið Orka til framtíðar og kepptu í íþróttaleikum svo eitthvað sé nefnt. Hópurinn fékk hrós fyrir dugnað og elju og góðan frágang. Það var ánægður og stoltur kennari sem kom heim úr þessari ferð.(JÓ)

Prenta | Netfang

Nemendur 9-JÓ aðstoðuðu við matarúthlutun hjá Fjölskylduhjálpinni

Lokaverkefni nemenda 9-JÓ í námsáfanga Önnu Kristínar í „Leið þín um lífið“ fólst í því að leggja Fjölskylduhjálp Íslands lið. Krakkarnir fengu að hjálpa til og afgreiða við matarúthlutun til skjólstæðinga Fjölskylduhjálparinnar. Krakkarnir unnu af kappi og voru áhugasamir um vinnu sína og unnu sín störf með bros á vör enda fengu þau mikið hrós og þakklæti fyrir frá öllum viðkomandi. Ásgerður Flosadóttir og hennar fólk eiga hrós skilið fyrir það starf sem þau sinna í íslensku samfélagi og var ekki annað að heyra en að þau væru mjög ánægð með framlag unglinganna frá Rimaskóla. (AKJ)

Prenta | Netfang

Nemendur í 9-ER unnu lokaverkefnið sitt á hjúkrunarheimilinu Eir

Nemendur í 9-ER í áfanganum Leið þín um lífið ákváðu að vinna lokaverkefnið sitt á dagdeild fyrir eldri borgara á hjúkrunarheimilinu Eir. Verkefnið snerist um að láta gott af sér leiða í hverfinu. Nemendurnir fengu kynningu um starfsemi deildarinnar hjá Júlíu iðjuþjálfa. Þeir spiluðu minigolf, fóru í spurninga- og málsháttaleiki með vistmönnum. Fólkið var mjög jákvætt og ánægt með heimsókn unglinganna. Nemendurnir frá Rimaskóla unnu verkefni sitt með áhuga og jákvæðni. (AKJ)

 

Prenta | Netfang